Hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB - Forgangsmál 2022-2024

Önnur mál nefndarfundar (2401170)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
14.02.2024 21. fundur utanríkismálanefndar Hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB - Forgangsmál 2022-2024
Gestir fundarins voru Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti og Hugi Ólafsson og Eva B Sólan Hannesdóttir frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Gestirnir kynntu endurskoðun Evrópusambandsins á tilskipun um fráveitur og hreinsun skólps frá þéttbýli og hagsmunagæslu Íslands tengda henni. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
31.01.2024 19. fundur utanríkismálanefndar Hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB - Forgangsmál 2022-2024
Gestir fundarins voru Daníel Freyr Birkisson og Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og Erna Sigríður Hallgrímsdóttir, Ingólfur Friðriksson, Ragnar G. Kristjánsson og Svala Davíðsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu drög að uppfærðum forgangslista vegna hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB vegna aðildar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, fyrir tímabilið 2022-2024, og svöruðu auk þess spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað, á grundvelli 51. gr. þingskapa, að óska eftir samantekt frá utanríkisráðuneyti um þátttöku Íslands í áætlunum ESB.